Valitor logo

Valitor kynnir eTag

Í samstarfi við SalesCloud

eTag greiðslulausn
eTag sjálfsafreiðslulausn. Mynd Fréttablaðið Stefán

Valitor og SalesCloud kynna nýja sjálfsafgreiðslulausn í Fréttablaðinu 16. janúar.

„Með eTags lausn SalesCloud erum við að gera veitingamönnum kleift að auka og bæta þjónustu sína en hagræða um leið í starfsmannamálum,“ segir Helgi Jónsson, framkvæmdastjóri og tæknistjóri SalesCloud, sem hefur þróað og stýrir sölutækni sem m.a. er klæðskerasniðin að þörfum veitingastaða.

Í stuttu máli þá felst lausnin í því að lítil spjöld eru keypt af vefsíðu SalesCloud á www.salescloud.is/etags og síðan sett á borð veitingastaðarins. Þegar gestur kemur inn þá fær hann sér sæti, ber símann sinn að spjaldinu á borðinu og matseðill veitingastaðarins birtist í vafra eða í appi símans. Viðskiptavinurinn pantar af matseðli í símanum og greiðir fyrir pöntunina með greiðslukorti. Um leið og greiðsla hefur átt sér stað prentast pöntunin út í eldhúsi og afgreiðsla á pöntun hefst. Allt gerist þetta um sölukerfi SalesCloud og greiðslugátt Valitor, án aðkomu starfsmanns í veitingasal. Engin þörf er á að fara í röð, panta eða bíða eftir að pöntun er tekin niður og ekki þörf á að bíða eftir að tekið sé á móti greiðslu.

Einstök lausn

„Fyrir gesti veitingastaðarins þýðir þetta mun hraðari afgreiðslu. Þeir þurfa ekki að bíða eftir að vera vísað til sætis, þeir þurfa ekki að bíða eftir þjóni og það er 100% öruggt að pöntun fari rétt inn í eldhús. Þegar gesturinn hefur lokið við máltíðina sína þarf hann ekki að bíða eftir að þjónn komi með reikning eða að bíða við kassa eftir að fá að greiða. Gesturinn greiddi við pöntun og getur gengið út að lokinni máltíð,“ segir Helgi.

„Við höfum unnið með SalesCloud síðustu 4 árin og séð lausnir þeirra þróast í takt við væntingar viðskiptavina. Þessi lausn, sem er einstök hérlendis, er tengd við greiðslugátt Valitor þannig að flæði á greiðslu, uppgjör og öryggi kortaupplýsinga er tryggt. Fyrir kaupmanninn þýðir þetta líka að hann getur á einum stað, annað hvort hjá SalesCloud eða Valitor, pantað allan greiðslubúnað sem þarf til að hefja sölu – allt i senn söluhugbúnað, prentara, posa, spjaldtölvu og færsluhirðingu og fær eitt uppgjör. Stofnkostnaður er í lágmarki og mánaðarleg gjöld eru síðan gjaldfærð á kortauppgjör,“ segir Guðlaug K. Pálsdóttir, viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs Valitor.

Á myndinni eru Markús Ingi Guðnason eigandi Le Kock, Helgi Jónsson, framkvæmda- og tæknistjóri SalesCloud og Guðlaug Kristín Pálsdóttir, viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Valitor. Mynd Fréttablaðið Ernir

Nánari upplýsingar um SalesCloud er að finna á heimasíðu okkar.