Valitor logo

Valitor innleiðir fjarvinnustefnu

Valitor hefur markað sér fjarvinnustefnu og býður nú starfsfólki sínu hér á Íslandi og í Bretlandi að vinna heiman frá að hluta eins samræmist eðli starfa og verkefna.  Í kjölfar reynslu af fjar­vinnu á fyrri hluta ársins var gerð könnun meðal starfsfólks. Niðurstöðurnar voru  jákvæðar og endurspegla áhuga starfsfólks á þeim kostum sem fjarvinna hefur upp á að bjóða.

Markmiðið með stefnu Valitor um fjarvinnu er að bjóða starfsfólki upp á sveigjanlegra starfsumhverfi í takt við breytta tíma. Stefnan er drifin áfram af gildum Valitor og á að tryggja að bæði starfsmenn og fyrirtækið í heild muni njóta góðs af.

Með stefnu um fjarvinnu leggur Valitor sitt af mörkum til að:
• Veita starfsfólki svigrúm til betra vinnunæðis og aukinnar einbeitingar
• Stuðla að auknum sveigjanleika í starfi og betra jafnvægis á milli vinnu og einkalífs
• Draga úr mengun með færri ferðum starfsfólks til og frá vinnu.

Með aukinni fjarvinnu leggjum við okkar af mörkum til umhverfisins með því að draga úr kolefnisfótspori Valitor.