Valitor logo

Valitor hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Jafnvægisvogin 2020

Valitor hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2020 á ráðstefnunni, Jafnrétti er ákvörðun, fram fór í beinni útsendingu á RÚV.is 12. nóvember sl. Félag kvenna í atvinnulífinu, ásamt samstarfsaðilum úr forsætisráðuneytinu og viðskiptalífinu standa að hreyfiaflsverkefninu Jafnvægisvogin.

Viðurkenningarnar voru veittar hópi aðila sem höfðu náð markmiðum og undirritað viljayfirlýsingu um að vinna að því að jafna hlutfall karla og kvenna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi og styðja við innleiðingu á kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga. Markmiðið er að árið 2027 verði kynjahlutfallið 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.

Skýr stefna í jafnréttismálum

Valitor hefur skýra jafnréttisstefnu sem hefur það að markmiði að tryggja starfsmönnum sanngjörn tækifæri innan fyrirtækisins. Félagið hefur frá árinu 2019 starfrækt jafnlaunakerfi og hlaut jafnlaunavottun og heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið í apríl 2019.