Valitor logo

Minnum á snertilausar greiðslur

Hægt er að greiða hærri upphæðir með snjalltækjum

Skv. ráðleggingum Landlæknis varðandi heftingu á útbreiðslu kórónaveirunnar vill Valitor hvetja korthafa til að nýta sér fjölbreytta möguleika á að greiða snertilaust fyrir vörur og þjónustu til að minnka áhættu á smiti.

Valitor vill benda á að greiðslur með símum (Apple og Android) eða snjallúrum (Apple, Garmin og Fitbit) er einfaldasta og öruggasta leiðin til að greiða snertilaust fyrir vöru og þjónustu.

Þegar greitt er með þessum tækjum gilda ekki sömu takmarkanir á upphæðum og þegar greitt er með snertilausum kortum og því er hægt að greiða hærri upphæðir snertilaust með þeim.

Við hvetjum korthafa sem ekki hafa tekið Apple eða Android greiðsluappið í notkun að kynna sér leiðbeiningar um það hjá útgáfubanka kortsins.

Greiðslur með snertilausum kortum eru að sjálfsögðu líka góð leið en þar eru upphæðamörkin í dag kr.5.000. Þegar upphæðin fer yfir kr. 5.000 þarf að setja kortið í posann og slá inn pinnið.

Sýnum ábyrgð í verki og förum að tilmælum Landlæknis.