Valitor logo

Hugum vel að yfirborðsflötum posa

Ráðleggingar Landlæknis til að hefta smit á COVID-19 veirunni lúta meðal annars að yfirborðsflötum á posum og að hvetja viðskiptavini til að nýta sér snertilausar greiðslur með kortum (hámarksupphæð er 5.000 kr. en hækkar upp í 7500 kr. frá og með 6. apríl 2020) og snjalltækjum (engin hámarksupphæð).

Við viljum beina þeim tilmælum til söluaðila að hreinsa reglulega yfirborðsfleti posans t.d með sótthreinsandi klútum og hafa jafnvel tiltækt handreinsiefni fyrir viðskiptavini. Vinsamlegast úðið ekki hreinsiefni á posann, notið frekar klúta.