Valitor logo

Hugsaðu þig tvisvar um

- áður en þú gefur upp kortaupplýsingar

Sviksamlegir tölvupóstar hafa verið sendir í nafni Póstsins í dag þar sem móttakandinn er hvattur til að smella á hlekk þar sem komið er inn á falska greiðslusíðu.

Við viljum ítreka fyrri viðvaranir og biðja fólk að opna ekki hlekki sem fylgja skilaboðunum og gefa ekki undir neinum kringumstæðum upp korta- eða persónuupplýsingar.

Hafi fólk brugðist við slíkum skilaboðum eða fái óvænt tilkynningu um að kortið hafi verið skráð í Apple Pay og eru í minnsta vafa um réttmæti upplýsinganna er brýnt að hafa samband strax við viðskiptabanka sinn eða þjónustuver Valitor í síma 525-2000 utan opnunartíma bankans. Við mælum með því að fólk kynni sér upplýsingar hvernig bregðast megi við kortasvikum.