Valitor logo

Hámark á snertilausum greiðslum með kortum hækkar

Hámarksupphæðin var kr. 5.000 en hefur verið hækkuð í kr. 7.500.

Útgefendur Visa korta á Íslandi hafa samþykkt að hækka það hámark sem hver snertilaus greiðsla má vera hverju sinni, þegar greitt er með snertilausu korti.

Hámarksupphæðin var kr. 5.000 en hefur verið hækkuð í kr. 7.500. Þessi hækkun hefur tekið gildi nú þegar og vinna stendur yfir við að uppfæra posa í verslunum. Sú vinna mun taka einhverja daga og jafnvel vikur en í forgangi eru matvöru- og lyfjaverslanir.

Valitor vill benda á að þegar greitt er með símum (Apple og Android) eða snjallúrum (Apple, Garmin og Fitbit) gilda ekki sömu takmarkanir á upphæðum og þegar greitt er með snertilausum kortum.