Valitor logo

Greiðslusíða Valitor – töf á staðfestingu greiðslna

Uppfært kl. 16.30

Staðfestingar á greiðslum í gegnum greiðslusíðu Valitor eru nú farnar að skila sér til söluaðila innan örfárra mínútna eftir að greiðsla/pöntun hefur farið fram. Starfsfólk er enn á vaktinni til að tryggja að svo verði áfram.

Tilkynning kl 11.30:

Því miður er töf á því að Valitor nái að senda svar á vefverslunarkerfi söluaðila til að staðfesta allar greiðslur frá því í morgun.
Áhrifin eru þau að sumar pantanir sem hafa verið greiddar eru ekki að merkjast sem „greiddar“ í vefverslunarkerfi söluaðila og erum við að vinna í að laga það. Við biðjumst innilegrar afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.