Valitor logo

Viðvörun við sviksamlegum símtölum

Að gefnu tilefni vill Valitor koma á framfæri að ekki er verið að hringja í fólk í tengslum við endurkröfuferli vegna flugmiða með WOW. Valitor hefur fengið spurnir af því að hringt hafi verið í fólk í nafni Valitor og beðið um kortaupplýsingar, að sögn til að flýta fyrir endurkröfuferli. Við viljum taka skýrt fram að umræddir aðilar eru ekki á vegum Valitor og allar líkur á að um sviksamlegt atferli sé að ræða. Við viljum ennfremur ítreka við korthafa að gefa ekki upp kortaupplýsingar sínar við óviðkomandi aðila sem óska eftir þeim í gegnum síma. 

Hafi korthafar fengið símtöl af þessu tagi eru þeir vinsamlegast beðnir um að láta okkur vita í síma 525-2000. Valitor hringir aldrei í korthafa til að fá upplýsingar um kortanúmer hjá þeim.