Valitor logo

Valitor kynnir með stolti Apple Pay á Íslandi

Frá og með deginum í dag geta viðskiptavinir Arion banka og Landsbankans greitt með Apple Pay. Valitor hefur í samvinnu við Arion banka, Landsbankann, Visa og Apple innleitt þessa spennandi greiðslulausn fyrir Visa korthafa. Korthafar geta með mjög einföldum hætti skráð öll Visa kort sín í Apple Pay, bæði debet- og kreditkort.

Apple Pay er hraðvirk og örugg lausn sem byggir á sýndarnúmeratækni Visa, s.k. Visa Token Services,  sem Valitor hefur innleitt. Sýndarnúmer kemur í stað kortnúmers og kortaupplýsingar eru ekki vistaðar í snjalltækjunum. Korthafar auðkenna sig í þeim þegar greiðsla er framkvæmd.

Hægt er að nota Apple Pay í öllum posum sem bjóða upp á snertilausar greiðslur og einnig er hægt að nota Apple Pay til að greiða á netinu og í öppum. Apple Pay er aðgengilegt fyrir flestar gerðir Apple snjalltækja s.s. iPhone, iPad, Apple úr og MacBook Pro (með s.k. Touch ID virkni).