Valitor logo

Stelpur og tækni í Valitor

Stelpur og tækni

Það var líf og fjör í höfuðstöðvum Valitor þegar um 30 stelpur úr 9. bekk úr Lækjarskóla í Hafnarfirði heimsóttu okkur í vikunni til að kynna sér starfsemina. Valitor tekur þátt í samstarfsverkefni með Háskólanum í Reykjavík um kynningu á tæknistörfum fyrir stelpur í grunnskóla. Dagurinn er haldinn víða um heim af ITU (International Telecommunication Union), samtökum um upplýsinga- og samskiptatækni innan Sameinuðu þjóðanna. Hugmyndin með deginum er að kynna ýmsa möguleika í tækninámi sérstaklega fyrir stelpum í 9. bekk grunnskóla og opna þannig augu þeirra fyrir þeim framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar bjóða. Valitor er í hópi um 30 fyrirtækja sem taka þátt í „stelpur og tækni“ í ár.

Konur sem starfa hjá Valitor á sviði upplýsingatækni tóku á móti stelpunum og kynntu fyrir þeim hvernig við nýtum okkur upplýsingatæknina sem er kjarninn í starfsemi fyrirtækisins.