Valitor logo

Samfélagssjóður Valitor veitir 10 styrki

Samfélagssjóður Valitor 2019
F.v. Kristján Þ. Harðarson, framkvæmdastjóri Kortaútgáfusviðs Valitor, Ólafur J. Engilbertsson f.h. Félags um Listasafn Samúels Jónssonar, Helga S. Þórsdóttir f.h. Rebekku Ingibjartsdóttur, Eyþór Eðvarðsson f.h. Votlendissjóðsins, Rannveig M. Sarc, Sigurjón Hendriksson f.h. Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Viktoría S. Viðarsdóttir f.h. Hlífar, félags hjúkrunarnema, Árni Sverrisson og Halldóra Þ. Friðjónsdóttir f.h. Alzheimersamtakanna, Brynhildur K. Larsdóttir f.h. Hlífar, félags hjúkrunarnema, Valdís Arnardóttir f.h. Trúðavaktarinnar, Hanna B. Kristjánsdóttir f.h. Woman Political Leaders, Global Forum, Kristín I. Pálsdóttir og Hulda S. Kristjánsdóttir f.h. Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda og Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor.

Samfélagssjóður Valitor veitti 10 styrki að heildarupphæð kr. 8.000.000 hinn 29. maí sl., en hlutverk sjóðsins er að styðja við vandlega valin málefni, sem bæta mannlíf og efla.

Að þessu sinni hlutu eftirtalin verkefni og aðilar styrk úr sjóðnum:

Woman Political Leaders, Global Forum til að efna til árlegs Heimsþings kvenleiðtoga á Íslandi.

Alzheimersamtökin til að vinna að hagsmunarmálum fólks með heilabilunarsjúkdóma og aðstandenda þeirra.

Félag um listasafn Samúels Jónssonar til uppbyggingar safnsins.

Hlíf, félag hjúkrunarnema til að standa straum af kostnaði vegna hjúkrunarstarfa í Gistiskýlinu við Lindargötu, sem er neyðarathvarf fyrir heimilislausa karlmenn.

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna til að standa straum af kostnaði við árlegt eldvarnarátak sem þeir eru með í grunnskólum landsins.

Rannveig Marta Sarc til að stunda meistaranám í fiðluleik við Juilliard listaháskólann í New York.

Rebekka Ingibjartsdóttir til að stunda bakkalárnám í kórstjórnun og klassískum söng við Noregs Musikkhögskole í Osló.

Rótin – Félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda til að vera með meðferðarhópa til endurhæfingar og stuðnings út í lífið.

Trúðavaktin til að heimsækja og gleðja börn á Barnaspítala Hringsins.

Votlendissjóður til að endurheimta votlendi og stöðva þar með losun gróðurhúsalofttegunda.

Stjórn sjóðsins afhenti styrkina, en hana skipa Guðmundur Þorbjörnsson, stjórnarformaður Valitor, Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor og Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri Kortaútgáfusviðs Valitor. Sjóðurinn var stofnaður fyrir 27 árum og hafa frá upphafi verið veittir samtals 210 styrkir til einstaklinga og samtaka sem láta til sín taka á sviði menningar-, mannúðar, samfélags- og velferðarmála.

Tekið er við umsóknum fyrir næstu úthlutun til 1. apríl 2020.