Valitor logo

Löng umhverfisvitund hjá Valitor

Valitor hefur lengi verið með puttann á púlsinum varðandi græna vitund og umhverfismál.

Höfuðstöðvar Valitor í Dalshrauni 3 eru í grænni leigu hjá Reitum sem felst í vistvænum og sjálfbærum rekstri og viðhaldi bygginga sem leiðir til heilnæmara umhverfis fyrir starfsfólk. Valitor býður starfsfólki upp á samgöngusamninga og hvetur starfsfólk til þess að nýta sér umhverfisvæna kosti í samgöngum til og frá vinnu.

„Við viljum axla ábyrgð og gera það sem í okkar valdi stendur til þess að stuðla að vitundarvakningu meðal starfsmanna og samstarfsmanna í umhverfismálum sem vonandi hefur áhrif út í umhverfið allt. Starfsmenn eru almennt meðvitaðir um að leggja sitt af mörkum, eru duglegir að sýna frumkvæði og benda á hluti sem mega betur fara. Starfsmenn áttu einnig frumkvæði að því að plokka og virkjuðu fyrirtæki í nágrenni með í átakið. Við viljum axla ábyrgð og gera það sem í okkar valdi stendur til þess að stuðla að vitundarvakningu meðal starfsmanna og samstarfsmanna í umhverfismálum sem vonandi hefur áhrif út í umhverfið allt,“ segir Guðmunda Smáradóttir starfsþróunarstjóri hjá Valitor var í viðtali hjá Fréttablaðinu í vikunni sem leið.

Dæmi um verkefni sem þegar hafa verið unnin hjá Valitor er endurnýjun bílaflota Valitor. Í dag á fyrirtækið þrjá rafbíla og tvo tvinnbíla. Komið hefur verið upp rafmagnshleðslustöðvum fyrir bíla fyrirtækisins sem og starfsmanna. Samfélagssjóður Valitor var stofnaður árið 1992 og hefur frá upphafi stutt við margvísleg umhverfis- og samfélagsmál. Valitor er eitt rúmlega 100 íslenskra fyrirtækja sem staðfestu Parísarsáttmálann um markmið í loftslagsmálum í nóvember 2015 og í kjölfar þeirrar undirritunar fór boltinn að rúlla enn hraðar hjá fyrir­tækinu í þessum efnum.