Valitor logo

Gott samstarf í sölu- og greiðslulausnum

Söluteymi Valitor

Valitor, SalesCloud og Snæland Grímsson hafa þróað saman sérsniðna sölulausn sem hentar ferðaþjónustuaðilum sérstaklega vel.

Síðasta haust hófu Valitor, Snæland Grímsson og SalesCloud samstarf við þróun á sölu- og greiðslulausn fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Verkefnið gekk út á að auðvelda sölustarf og einfalda uppgjör sem þessir aðilar leystu vel með góðri samvinnu. „Við vildum færa okkur í nútímann og finna spjaldtölvulausn sem tengist beint við posa“, segir Kristján Gunnarsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Snælandi Grímssyni. „Það sem skiptir mestu máli fyrir sölumann er að hann þurfi ekki að hugsa um tæknina heldur horfa framan í fólkið, brosa og kynna hversu skemmtileg ferðin sé sem viðkomandi ferðamaður er að fara í. Hægt er að nálgast viðtalið í heild á heimasíðu Fréttablaðsins.

Nánari upplýsingar um SalesCloud er að finna á heimasíðu okkar.