Valitor logo

Endurkröfur vegna WOW Air

Þar sem WOW Air hefur hætt starfsemi vill Valitor taka fram að meginreglan er sú að þeir sem greitt hafa með Visa eða MasterCard greiðslukorti, debet- eða kreditkorti, eiga endurkröfurétt þegar fyrirframgreidd þjónusta verður ekki innt af hendi.

Þeir korthafar sem eiga bókað flug með WOW Air geta gert endurkröfu vegna flugferðar sem ekki verður farin.

Hægt er að fylla út sérstakt eyðublað Athugasemd við kortafærslu frá WOW Air,  hjá útgáfubanka eða á www.valitor.is, með upplýsingum um flug og bókunarnúmer.

Við bendum korthöfum á að senda inn endurkröfubeiðni sem fyrst þar sem afgreiðsla þessara mála getur tekið allt að þrjá til fjóra mánuði. Ferlið mun hefjast þegar skiptastjóri veitir heimild til þess.

Hafi korthafar bókað ferð í gegnum ferðaskrifstofu bendum við á að hafa samband við ferðaskrifstofuna.

Nánari upplýsingar má finna á vef Samgöngustofu.

Vinsamlegast fyllið út sérstakt eyðublað athugasemd vegna kortafærslu frá WOW Air undirritið og skannið ásamt fylgigögnum (bókunarstaðfestingu og reikning frá WOW Air) og senda á endurkrofur@valitor.is

*Dispute form in english for a transaction from WOW Air.