Valitor veitir jólaaðstoð tíunda árið í röð

Á meðfylgjandi mynd eru f.v. í fremri röð: Sigrún Jónsdóttir og Sigrún H. Guðnadóttir frá Valitor, Þorbjörg Bergsdóttir, Ásta Eyjólfsdóttir, Kristjana Ósk Jónsdóttir, Sigríður Halla Lýðsdóttir og Ásta Lunddal Friðriksdóttir frá Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar, Ingibjörg E. Halldórsdóttir frá Rauða krossinum f.h. Jólaaðstoðar á Eyjafjarðarsvæðinu og Steinunn M. Sigurbjörnsdóttir, frá Valitor. f.v. í aftari röð, Pétur Pétursson og Viðar Þorkelsson frá Valitor.

Stjórn Valitor veitti Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar og Jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu sem er samvinnuverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð, styrk til að aðstoða efnalitlar fjölskyldur fyrir jólin. Styrkurinn er ein milljón króna sem samtökin fengu úthlutað hvor um sig.
Hjálparstörf þessara samtaka hafa lengi gegnt mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi en þörfin fyrir aðstoð þeirra er sérstaklega brýn um þessar mundir. Valitor hefur veitt góðgerðarsamtökum styrki úr sjóðnum undanfarin tíu ár fyrir jólin.
Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor afhenti fulltrúum samtakanna styrkinn sl. föstudag.

Hjálparstörf þessara samtaka hafa lengi gegnt mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi en þörfin fyrir aðstoð þeirra er sérstaklega brýn um þessar mundir. Valitor hefur veitt góðgerðarsamtökum styrki úr sjóðnum undanfarin tíu ár fyrir jólin.
Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor afhenti fulltrúum samtakanna styrkinn sl. föstudag.