Valitor logo

Samfélagssjóður Valitor veitir 8 styrki

Samfélagssjóður 2018

Samfélagssjóður Valitor veitti 8 styrki  að heildarupphæð kr. 7.850.000 hinn 23. maí sl., en hlutverk sjóðsins er að styðja við vandlega valin málefni, sem bæta mannlíf og efla.

Að þessu sinni hlutu eftirtalin verkefni og aðilar styrk úr sjóðnum:

Women Leaders Global Forum til að efna til Heimsþings kvenleiðtoga á Íslandi.

Verkefnið ,,Allir öruggir heim“ til að kaupa endurskinsvesti fyrir börn sem gefin verða í leik- og grunnskóla landsins.

Sumarbúðir KFUM og K í Ölveri, til að endurnýja gisti- og hreinlætisaðstöðu sumarbúðanna.

Sólheimar í Grímsnesi til að standa fyrir menningarveislu Sólheima sem haldin er á hverju sumri.

Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur til að styrkja tekjulitlar konur til menntunar.

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra, til að veita félagsmönnum sínum endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu.

Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir til að stunda meistaranám í Sellóleik við Juilliard listaháskólann í New York.

Óskar Magnússon til að stunda meistaranám í klassískum gítarleik við San Francisco Conservatory of Music.

Stjórn sjóðsins afhenti styrkina, en hana skipa Guðmundur Þorbjörnsson, stjórnarformaður Valitor, Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor og Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri  Valitor Ísland.

Sjóðurinn var stofnaður fyrir 26 árum og hafa frá upphafi verið veittir samtals 200 styrkir til einstaklinga og samtaka, sem láta til sín taka á sviði menningar-, mannúðar, samfélags- og velferðarmála.

Tekið er við umsóknum fyrir næstu úthlutnun til 1. apríl 2019.

Meðfylgjandi mynd er frá athöfn 23. maí  sl. þegar styrkirnir voru afhentir: f.v.  Jónína K. Snorradóttir, Pétur G. Jónsson og Caroline Leford f.h. Verkefnisins,, Allir öruggir heim“, Hulda Hjálmarsdóttir f.h. Krafts, Kristján Þ. Harðarson, framkvæmdastjóri Valitor Ísland, Óskar Magnússon, Hrafnhildur Garðarsdóttir,  Hildur M. Sigurðardóttir og Erla B. Káradóttir f.h. Sumarbúða KFUM og K í Ölveri, Anna Benassí f.h. Geirþrúðar Ö. Guðmundsdóttur, Sigþrúður Ármann f.h. Women Political Leaders, Guðríður Sigurðardóttir, Anna Pétursdóttir, Áslaug Ágústsdóttir f.h. Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Einar Baldursson, Valgeir F. Backman, Erla B. Sigmundsdóttir, Karen Ó. Sigurðardóttir, Kristján E. Arason f.h. Menningarveislu Sólheima í Grímsnesi og Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor.