Valitor logo

Pinnið á minnið – aðeins þitt minni!

Pinnið á minnið.

Að gefnu tilefni vill Valitor árétta mikilvægi þess að korthafar gæti vel að pinn númerum sínum. Pinn númer er eitthvað sem einungis korthafinn sjálfur á að þekkja. Í þeim tilfellum sem við þurfum að slá inn pinn númer ber okkur að gæta þess að óviðkomandi sjái ekki innsláttinn.

Það er þekkt leið óprúttinna aðila að fylgjast með pinn innslætti og stela síðan kortinu. Þá koma þessir aðilar sér oft fyrir einhverstaðar þar sem þeir hafa yfirsýn yfir lyklaborð viðkomandi búnaðar og geta þá fylgst með þegar korthafinn slær inn pinnið sitt.

Gott er að standa nálægt posa eða hraðbanka og nota þannig líkamann til að skýla innslættinum. Einnig er mjög góð regla að setja lófann yfir lyklaborðið þegar pinn er slegið inn.

Munum eftirfarandi ráðleggingar við meðhöndlun pinn númera:

  • Aldrei gefa öðrum einstaklingi upp pinn númerið þitt, það er í raun staðfesting á að þú sért sjálfur með kortið í höndum.
  • Skýlið eftir fremsta megni innslætti á pinn númeri í hvaða tæki sem er.
    o Notið hendur til að skýla lyklaborði við innslátt.
    o Standið nálægt tækinu þegar pinn er slegið inn.
  • Geymdu aldrei pinn númer á sama stað og kortið, leggðu það á minnið.

Verði korthafi fyrir því óláni að tapa kortinu sínu hvetjum við viðkomandi til að hafa samband við útgefanda eins fljótt og auðið er. Þjónustuver viðskiptabankanna taka við símtölum alla virka daga á skrifstofutíma. Utan þess tíma er neyðarþjónusta hjá þjónustuveri Valitor.

Pössum pinnið