Valitor logo

Ingigerður ráðin sem framkvæmdastjóri Chip & PIN Solutions

Ingigerður Guðmundsdóttir

Ingigerður Guðmundsdóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Chip & PIN Solutions (CPS), dótturfélags Valitor í Bretlandi. Ingigerður fluttist frá Valitor á Íslandi til Bretlands í júní í fyrra.
Ingigerður býr yfir afar dýrmætri reynslu eftir að hafa gegnt margvíslegum störfum hjá Valitor, SPRON, Arion banka, og JP Morgan. Með stöðubreytingunni verður Ingigerður jafnframt fyrsti Íslendingurinn sem stjórnar bresku greiðslumiðlunarfyrirtæki og ein fáeinna kvenkyns leiðtoga í þessum geira.

“Ég færði mig um set til Bretlands til að styðja við vaxandi starfsemi Chip & PIN Solutions. Við þjónum nú þúsundum viðskiptavina og erum í hópi þekktustu vörumerkja í Bretlandi meðal smárra og meðalstórra fyrirtækja,“ segir Ingigerður. „Þegar ég tek nú við stjórnartaumum fyrirtækisins, vakir fyrir mér að hagnýta enn frekar tengslin milli CPS og Valitor til að skara fram úr í þjónustu við viðskiptavini okkar. Ég vil einnig nýta stöðu mína til að hvetja fleiri konur til að gegna stjórnendahlutverki á sviði greiðslumiðlunar og leiðbeina þeim. Ég hlakka mikið til að grípa þetta tækifæri.”

Viðar Þorkelsson: „Valitor er áfram um að ráða til sín framúrskarandi hæfileikafólk og örva það til dáða. Ingigerður er afar hæf til að stjórna Chip & PIN Solutions og býr yfir þeirri reynslu og eldmóði sem til þarf. Ráðning hennar speglar einnig skuldbindingu Valitor við fjölbreytileika sem er einn af hornsteinum árangurs okkar.”

Ráðning Ingigerðar í nýju stöðuna kemur í kjölfar ráðningar Camillu Sunner sem framkvæmdastjóra Valitor Global Partnerships og Dr. Christine Bailey sem framkvæmdastjóra Markaðssviðs á síðasta ári.

Um Chip & PIN Solutions

Chip & PIN Solutions var stofnað í Bretlandi árið 2004. Fyrirtækið  er mikilvægur hlekkur í Valitor samstæðunni sem veitir samhæfða og straumlínulagaða greiðslumiðlunarþjónustu á sviði netverslunar, snjallsímaverslunar og verslunar á sölustað.