Valitor logo

Endurkröfur vegna greiðslustöðvunar

Primera air.

Vegna greiðslustöðvunar Primera Air vill Valitor taka fram að meginreglan er að handhafar Visa og Mastercard greiðslukorta eiga endurkröfurétt þegar fyrirframgreidd þjónusta hefur ekki verið innt að hendi.

Þeir korthafar sem eiga bókað flug með Primera Air geta gert endurkröfu vegna flugferðar sem ekki verður farin. Ekki skiptir máli hvernig flugið var bókað, hvort það var beint hjá Primera Air eða í gegnum aðra aðila.

Hægt er að fylla út eyðublaðið athugasemd vegna kortafærslu með lýsingu á fluginu og bókunarnúmeri. Tímafrestur til að gera endurkröfu er 120 dagar frá því flug átti að verða.

Hafi korthafi bókað ferð í gegnum ferðaskrifstofu bendum við á að hafa samband við þann söluaðila. Nánari upplýsingar má finna hjá Samgöngustofu og Heimsferðum.

Við bendum korthöfum á að afgreiðsla svona mála getur tekið einhverjar vikur.