Valitor logo

Viðsnúningur á rekstri Valitor

Einfaldari rekstur býr til hagkvæmni – betri tímar framundan

Töluverður viðsnúningur varð á rekstri Valitor á síðasta ári en heildarafkoma félagsins batnaði um 8,5 milljarða á milli ára. Heildarafkoma félagsins á árinu 2020 var neikvæð um einn milljarð króna, samanborið við 9,5 milljarða árið 2019. Tap fyrir skatta og fjármagnsliði nam 1,4 milljarði króna, samanborið við 4,2 milljarða árið áður. Heildartekjur drógust saman um […]

Valitor og Ríkiskaup hafa skrifað undir samning um greiðslukortaþjónustu (færsluhirðingu) Valitor fyrir allar A-hluta ríkisstofnanir. Samningurinn nær einnig til allra greiðslulausna, hvort sem er posa eða veflausna til móttöku korta. Samningurinn er gerður að undangengnu útboði þar sem Valitor reyndist vera með hagstæðasta tilboðið. Samningurinn er til tveggja ára með möguleika á framlengingu til tveggja […]

Frjálsíþróttasamband Íslands og Valitor hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli. Valitor hefur undanfarna áratugi verið bakhjarl FRÍ og stutt dygglega við bakið á afreksfólki en í auknum mæli einnig við afreksefni framtíðarinnar. Stór verkefni eru framundan hjá FRÍ á þessu ári, en þar bera hæst Ólympíuleikarnir, Evrópubikarkeppni landsliða, Evrópumeistaramótum U23, U20 og U18 ásamt Heimsmeistaramóti […]

Við erum hér til að styðja við söluaðila

Hjá Valitor er lögð áhersla á að þróa öruggar lausnir sem mæta kröfum viðskiptavina - ein þeirra er ValitorPay.

Valitor kynnti nýja greiðslulausn í Fréttablaðinu fimmtudaginn 18. febrúar 2021. Valitor er þessa dagana að kynna fyrir hugbúnaðarhúsum og viðskiptavinum nýja greiðslulausn sem heitir ValitorPay. „Þessi lausn ber þau einkenni að hún er þróuð af forriturum fyrir forritara og er því einfaldari í innleiðingu og viðhaldi en eldri lausnir,“ segir Sigurjón Ernir Kárason, vöruþróunarstjóri Valitor. […]

Reynir Bjarni Egilsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Útgáfulausna hjá Valitor. Á sama tíma sameinuðust deildirnar Útgáfulausnir og Útgáfuvinnsla undir nafni þeirrar fyrrgreindu. Útgáfulausnir sinna allri þjónustu, rekstri og hugbúnaðarþróun fyrir þær lausnir sem Valitor býður bönkum og sparisjóðum í tengslum við útgáfu greiðslukorta. Reynir Bjarni hefur langa reynslu af störfum á greiðslukortamarkaði og hefur […]

Falsfréttir sem tengjast fjárfestingasvikum hafa gengið á helstu samfélagsmiðlum, sérstaklega Facebook, undanfarna daga. Þar er m.a. látið sem þekktir Íslendingar segi frá því í viðtali hvernig þeir eiga að hafa hagnast á Bitcoin viðskiptum. Í framhaldinu eru lesendur hvattir til þess að leggja fé inn á ákveðna fjárfestingu með greiðslukortum sínum. Þessar falsfréttir hafa birst […]

Valitor kynnir til leiks ný greiðslutæki sem eru svo mikið meira en venjulegir posar. PAX A920 er fyrsta tækið sem í boði verður fyrir söluaðila Valitor. Það sem skilur að PAX tækin og hin hefðbundna posa frá Verifone eða Ingenico eru tækifærin – en allir PAX posar keyra á Android stýrikerfi. Með PAX geta söluaðilar […]

Handknattleikssamband Íslands og Valitor hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli en Valitor hefur undanfarna áratugi verið bakhjarl HSÍ. Samingurinn felur meðal annars í sér stuðning fyrirtækisins við kvenna- og karlalandslið sambandsins sem og grasrótarstarfsemi HSÍ á Íslandi, með það fyrir augum að efla afreksfólk framtíðarinnar hjá HSÍ. Vörumerki Valitor verður áfram áberandi á keppnistreyjum landsliða […]

Vörum við kortasvikum

Korthafar blekktir til að staðfesta kort í Apple Pay eða gefa upp SMS öryggiskóða

Sviksamlegir tölvupóstar hafa verið sendir í nafni þekktra fyrirtækja undanfarna daga. Við höfum m.a. dæmi um pósta í nafni DHL og Póstsins, enda eiga margir von á sendingu þessa dagana. Uppfært 9. desember 2020 Dæmi eru um að í tölvupósti sé fólki sagt að sending bíði þeirra og að það þurfi að smella á hlekk […]

Valitor hefur markað sér fjarvinnustefnu og býður nú starfsfólki sínu hér á Íslandi og í Bretlandi að vinna heiman frá að hluta eins samræmist eðli starfa og verkefna.  Í kjölfar reynslu af fjar­vinnu á fyrri hluta ársins var gerð könnun meðal starfsfólks. Niðurstöðurnar voru  jákvæðar og endurspegla áhuga starfsfólks á þeim kostum sem fjarvinna hefur […]