Valitor logo

Hugsaðu þig tvisvar um

- áður en þú gefur upp kortaupplýsingar

Sviksamlegir tölvupóstar hafa verið sendir í nafni Póstsins í dag þar sem móttakandinn er hvattur til að smella á hlekk þar sem komið er inn á falska greiðslusíðu. Við viljum ítreka fyrri viðvaranir og biðja fólk að opna ekki hlekki sem fylgja skilaboðunum og gefa ekki undir neinum kringumstæðum upp korta- eða persónuupplýsingar. Hafi fólk […]

Móttöku viðskiptavina lokað

Veitum þjónustu í síma og í gegnum netið

Það hefur ávallt verið okkur afar mikilvægt að veita viðskiptavinum okkar vandaða og skjóta þjónustu. Þær fordæmalausu aðstæður sem nú eru uppi hafa þau áhrif að mikið álag er á þjónustudeildum okkar. Við gerum okkar allra besta til að svara fyrirspurnum samdægurs en vinsamlegast hafið í huga að svartími gæti orðið 1 – 2 virkir […]

Varist svikapósta

Fréttin var uppfærð 17. september 2020 Seinnipartinn í dag 16. september virðist hafa farið af stað ný vefveiða (e.phishing) árás. Sviksamlegir tölvupóstar hafa verið sendir í nafni Póstsins og móttakandinn er hvattur til að smella á hlekk þar sem komið er inn á falska greiðslusíðu í nafni Valitor. Meðal þeirra leiða sem reyndar eru við […]

Ábending vegna kortasvika

English version Wersja polska Undanfarnar vikur hafa óprúttnir aðilar reynt að nálgast korthafa með tölvupósti eða sms skilaboðum í nafni þekktra innlendra fyrirtækja og beðið korthafa um að senda persónu- og kortaupplýsingar vegna væntanlegrar endurgreiðslu inn á greiðslukort. Að því tilefni er rétt að ítreka að almenna reglan er að fyrirtæki og stofnanir biðja ekki […]

Skilmálar söluaðila hjá Valitor óbreyttir

Hvert mál skoðað sérstaklega

Vegna fjölda fyrirspurna um viðskiptaskilmála söluaðila í dag viljum við koma því á framfæri að þeir hafa ekki tekið neinum breytingum. Valitor hefur glímt við svipuð úrlausnarefni varðandi áhættustýringar gagnvart ferðaþjónustunni og aðrir færsluhirðar hér á landi og um allan heim reyndar. Við höfum kosið að vinna með þessum aðilum einstaklingsbundið og gætt meðalhófs í […]

Móttaka viðskiptavina takmörkuð

Veitum þjónustu í síma og í gegnum netið

Vegna þeirra aðstæðna sem nú eru komnar upp viljum hvetja viðskiptavini okkar að beina fyrirspurnum sem mest í gegnum síma eða tölvupóst. Móttaka viðskiptavina verður samt sem áður opin fyrir posaþjónustu. Það hefur ávallt verið okkur afar mikilvægt að veita viðskiptavinum okkar vandaða og skjóta þjónustu. Við gerum okkar besta til að svara öllum fyrirspurnum […]

Valitor hefur samið við Christian Rasmussen um sölu á starfsemi dótturfélags Valitor í Danmörku, Valitor A/S, áður AltaPay A/S. Christian var á sínum tíma einn af stofnendum greiðslumiðlunarfyrirtækisins AltaPay A/S sem Valitor keypti árið 2014 og var rekið undir merkjum Valitor frá janúar 2019. Christian stýrði alrásarþjónustu Valitor þar til hann hætti störfum hjá fyrirtækinu […]

Valitor hefur ráðið tvo nýja stjórnendur sem nú setjast í framkvæmdastjórn félagsins. Harpa Vífilsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Fjármálasviðs en Gunnar Sigurjónsson verður nýr framkvæmdastjóri Vöruþróunar- og rekstrarsviðs. Harpa hefur víðtæka reynslu á sviði fjármála en hún hefur gegnt stöðu deildarstjóra reikningshalds Valitor frá árinu 2016. Veturinn 2015-2016 vann hún í reikningshaldi hjá Fjárvakri en starfaði […]

Hámark á snertilausum greiðslum með kortum hækkar

Hámarksupphæðin var kr. 5.000 en hefur verið hækkuð í kr. 7.500.

Útgefendur Visa korta á Íslandi hafa samþykkt að hækka það hámark sem hver snertilaus greiðsla má vera hverju sinni, þegar greitt er með snertilausu korti. Hámarksupphæðin var kr. 5.000 en hefur verið hækkuð í kr. 7.500. Þessi hækkun hefur tekið gildi nú þegar og vinna stendur yfir við að uppfæra posa í verslunum. Sú vinna […]

Skuldbinding Valitor vegna ferðaþjónustu

Í ljósi COVID-19

Í ljósi COVID-19 hefur verið nokkur umræða bæði hér á landi og erlendis um skuldbindingar fjármálafyrirtækja vegna ferðaþjónustu. Vegna fjölmargra fyrirspurna hefur Valitor ákveðið að birta áætlaða heildarskuldbindingu félagsins vegna greiðslumiðlunar fyrir um 430 fyrirtæki í ferðaþjónustu bæði hér á landi og erlendis. Heildarskuldbiningin er um 1,7 milljarðar króna, þar af nemur engin einstök skuldbinding […]