Valitor logo

Svikapóstar í nafni Valitor

Valitor varar við nýjum svikapóstum sem sendir hafa verið í nafni Valitor til almennings, nú síðast í dag

Fólki er eindregið ráðlagt að opna ekki póstana, smella ekki á hlekkinn sem fylgir með og gefa ekki undir neinum kringumstæðum upp kortaupplýsingar. Best er að eyða póstinum strax. Hafi fólk brugðist við slíkum póstum er brýnt að hafa samband við þjónustuver Valitor. Valitor biður aldrei um kortaupplýsingar í tölvupósti! Vert er að taka fram að Valitor hefur ekki orðið fyrir […]

UPPFÆRT Virkni greiðslukerfa varð eðlileg um kl 19.30 en truflana hafði gætt síðdegis í dag vegna umfangsmikillar netárásar sem Valitor og fleiri aðilar í greiðslumiðlun innanlands urðu fyrir fyrr dag. Allur búnaður Valitor er vaktaður og félagið bregst fljótt við öllum atvikum sem kunna að koma upp. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem truflanir […]

Tilkynning um breytingu á viðskiptaskilmálum söluaðila

Nýju skilmálarnir taka gildi 8. desember 2021

Valitor hf., kt. 500683-0589 („Valitor“) tilkynnir um breytingu á almennum viðskiptaskilmálum söluaðila. Nýju skilmálarnir taka gildi 8. desember 2021 og falla þá eldri skilmálar úr gildi. Viðskiptaskilmálar Valitor voru teknir til gagngerrar endurskoðunar með það að markmiði að gera skilmálana aðgengilegri og gagnsærri fyrir söluaðila og skýra frekar réttindi og skyldur aðila. Þá var leitast […]

Starfsfólk Valitor tekur nú þátt í umfangsmikilli heilsuáskorun. Hún hófst með fyrirlestri í byrjun október þar sem Lukka Pálsdóttir og Már Þórarinsson frá Greenfit fóru yfir mikilvægi þess að einstaklingar taki ábyrgð á eigin heilsu og næringu og minnki þannig líkur á heilsufarslegum vandamálum síðar meir. Í framhaldi af því hófst 60 daga áskorun þar […]

Miðvikudaginn 10. nóvember, 2021, mun Valitor skipta um þjónustuaðila sem sér um auðkenningu korthafa í netviðskiptum. Gert er ráð fyrir að uppfærslu verði lokið um kl. 19. Vefsíðan sem korthöfum er vísað á þegar auðkenningar er krafist í netviðskiptum mun breytast samhliða þessu og líta svona út: Korthafar eiga ekki að verða varir við neina […]

Árið 2021 hlaut Valitor viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Viðurkenningin var veitt á stafrænu ráðstefnunni Jafnrétti er ákvörðun, sem streymt var í beinni útsendingu á vefsíðu RÚV þann 14. október sl. Þar kynnti Eliza Reid viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar og veitti þrjátíu og átta fyrirtækjum, sjö sveitarfélögum og átta opinberum aðilum viðurkenningu úr hópi […]

Truflanir á þjónustu

Uppfært kl. 18.30, 12. september Því miður voru truflanir í gangi á þjónustum Valitor á milli 18:10-18:24 í kvöld. Í augnablikinu eru allar þjónustur virkar. Enn er þó möguleiki á einstaka truflunum og við fylgjumst grannt með þróun málsins. Rétt er að árétta að árasin beinist ekki að innri kerfum og ógnaði ekki gagnaöryggi. Við […]

Vegna mistaka lenti hluti viðskiptavina í því að færslur með Visa greiðslukortum sem áttu sér stað 6. september sl. voru tvískuldfærðar. Búið er að bakfæra þessar auka færslur á öllum kreditkortum en unnið er að leiðréttingu á debetkortum. Korthafar ættu að sjá leiðréttingu birtast á kortayfirlitum sínum í dag eða á morgun. Við biðjumst velvirðingar […]

Íþróttasamband fatlaðra og Valitor endurnýjuðu á dögunum samstarfs- og styrktarsamning sín á milli. Fyrir vikið verður Valitor áfram einn af helstu bakhjörlum sambandsins fyrir undirbúning og þátttöku keppnda ÍF á Paralympics sem fram fara í Tokyo 2021. Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF og Herdís Dröfn Fjeldsted framkvæmdastjóri Valitor undirrituðu nýja samninginn í blíðskaparviðri í Laugardal. […]

Áhersla á góða notendaupplifun í vefverslun

Lausnir Valitor hafa mismunandi eiginleika og sérstöðu en eiga sammerkt að vera hannaðar með einfaldleika og notagildi í huga.

Við hjá Valitor sjáum mikinn mun á neysluhegðun neytenda, sem felst í töluverðri aukningu á netverslun milli ára. Þar af leiðandi er mikilvægt að fyrirtæki tryggi að upplifun neytenda í netverslunum endurspegli ímynd og þjónustustig söluaðila,“ segir Guðrún Wium, sölustjóri Valitor á Íslandi. Guðrún segir netgreiðslulausnir Valitor endurspegla fjölbreyttar þarfir kaupmanna. „Við erum með þrjár […]