Valitor logo

Við höfum fengið fjölda símtala frá korthöfum vegna ferðatrygginga undanfarið. Við bendum á að Valitor getur því miður ekki svarað fyrir tryggingar á kortum. Korthafar verða því að hafa beint samband við viðkomandi tryggingafélag. Vörður tryggir korthafa Arion- og Landsbanka  TM tryggir korthafa Kviku  VÍS tryggir aðra korthafa   

Ráðleggingar Landlæknis til að hefta smit á COVID-19 veirunni lúta meðal annars að yfirborðsflötum á posum og að hvetja viðskiptavini til að nýta sér snertilausar greiðslur með kortum (hámarksupphæð er 5.000 kr. en hækkar upp í 7500 kr. frá og með 6. apríl 2020) og snjalltækjum (engin hámarksupphæð). Við viljum beina þeim tilmælum til söluaðila […]

Minnum á snertilausar greiðslur

Hægt er að greiða hærri upphæðir með snjalltækjum

Skv. ráðleggingum Landlæknis varðandi heftingu á útbreiðslu kórónaveirunnar vill Valitor hvetja korthafa til að nýta sér fjölbreytta möguleika á að greiða snertilaust fyrir vörur og þjónustu til að minnka áhættu á smiti. Valitor vill benda á að greiðslur með símum (Apple og Android) eða snjallúrum (Apple, Garmin og Fitbit) er einfaldasta og öruggasta leiðin til […]

Vegna óveðurs verður móttaka viðskiptavina Valitor í Dalshrauni 3 lokuð föstudaginn 14. febrúar til kl 13 og jafnvel lengur ef þörf krefur. Við vekjum athygli á því að hægt verður að hringja í þjónustuverið í síma 525-2000 eða senda tölvupóst á netfangið valitor@valitor.is eða soluadilar@valitor.is  

Við vekjum athygli á því að ný verðskrá fyrir söluaðila tekur gildi þann 1. febrúar 2020. Núgildandi verðskrá og ný verðskrá eru aðgengilegar á vef Valitor.

Valitor kynnir eTag

Í samstarfi við SalesCloud

Valitor og SalesCloud kynna nýja sjálfsafgreiðslulausn í Fréttablaðinu 16. janúar. „Með eTags lausn SalesCloud erum við að gera veitingamönnum kleift að auka og bæta þjónustu sína en hagræða um leið í starfsmannamálum,“ segir Helgi Jónsson, framkvæmdastjóri og tæknistjóri SalesCloud, sem hefur þróað og stýrir sölutækni sem m.a. er klæðskerasniðin að þörfum veitingastaða. Í stuttu máli […]

Varist óvænt SMS skilaboð

Við viljum eindregið vara korthafa við svikatilraunum sem byrja með SMS smáskilaboðum. Þær hefjast með því að korthafinn fær óvænt sent SMS sem virðist vera frá íslensku símafyrirtæki. Í skilaboðunum er krækja (e. link) með boði um að taka þátt í þjónustukönnun. Í framhaldinu er boðið upp á nýjasta iPhone símann á „kostakjörum“  um leið […]

Ferðamálastofa sér um að svara viðskiptavinum varðandi endurgreiðslu á ferðakostnaði í tengslum við keyptar ferðir hjá Farvel ehf. Hafi korthafi keypt pakkaferð af Farvel ehf.þarf hann að byrja á að sækja um endurgreiðslu á vef Ferðamálastofu. Hafni Ferðamálastofa beiðni korthafa, getur hann snúið sér til kortaútgefanda til að sækja um endurgreiðslu en því verður að […]

Í framhaldi af samþykkt stjórnarfundar Valitor 30. des sl. hefur verið hafist handa við endurskipulagningu á félaginu til að styrkja kjarnastarfsemi þess og snúa við taprekstri. Breytingarnar valda því að starfsfólki Valitor fækkar á öllum starfsstöðvum fyrirtækisins. Ráðgert er að með þeim aðgerðum sem nú er ráðist í fækki starfsfólki um nálægt 60 manns. Jafnframt […]

Breyttur afgreiðslutími

Virka daga kl. 9.00- 16.00

Frá og með 2. janúar 2020 verður almennur afgreiðslutími Fyrirtækjasviðs Valitor kl. 9.00 – 16.00 alla virka daga. Ef upp koma neyðartilfelli með posabúnað frá Valitor þá er hægt að hafa samband við Posaleigu Valitor til kl. 24.00 alla daga í síma 525-2000.