Valitor logo

Valitor hefur markað sér fjarvinnustefnu og býður nú starfsfólki sínu hér á Íslandi og í Bretlandi að vinna heiman frá að hluta eins samræmist eðli starfa og verkefna.  Í kjölfar reynslu af fjar­vinnu á fyrri hluta ársins var gerð könnun meðal starfsfólks. Niðurstöðurnar voru  jákvæðar og endurspegla áhuga starfsfólks á þeim kostum sem fjarvinna hefur […]

Varist svik á netinu

Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú gefur upp kortaupplýsingar

Nú fara í hönd annasamir verslunardagar á netinu, margir eru að panta vörur og fá sendar heim. Þar sem mörg svikamál undanfarið hafa tengst sendingum og vefverslun viljum við ítreka viðvaranir til korthafa. Ef þú ert að versla á netinu og átt von á sendingu, hafðu þá augun opin og kannaðu eftirfarandi vel: Ertu sannarlega […]

Valitor hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2020 á ráðstefnunni, Jafnrétti er ákvörðun, fram fór í beinni útsendingu á RÚV.is 12. nóvember sl. Félag kvenna í atvinnulífinu, ásamt samstarfsaðilum úr forsætisráðuneytinu og viðskiptalífinu standa að hreyfiaflsverkefninu Jafnvægisvogin. Viðurkenningarnar voru veittar hópi aðila sem höfðu náð markmiðum og undirritað viljayfirlýsingu um að vinna að því að jafna hlutfall karla […]

Uppfært kl. 16.30 Staðfestingar á greiðslum í gegnum greiðslusíðu Valitor eru nú farnar að skila sér til söluaðila innan örfárra mínútna eftir að greiðsla/pöntun hefur farið fram. Starfsfólk er enn á vaktinni til að tryggja að svo verði áfram. Tilkynning kl 11.30: Því miður er töf á því að Valitor nái að senda svar á […]

Hugsaðu þig tvisvar um

- áður en þú gefur upp kortaupplýsingar

Sviksamlegir tölvupóstar hafa verið sendir í nafni Póstsins í dag þar sem móttakandinn er hvattur til að smella á hlekk þar sem komið er inn á falska greiðslusíðu. Við viljum ítreka fyrri viðvaranir og biðja fólk að opna ekki hlekki sem fylgja skilaboðunum og gefa ekki undir neinum kringumstæðum upp korta- eða persónuupplýsingar. Hafi fólk […]

Móttöku viðskiptavina lokað

Veitum þjónustu í síma og í gegnum netið

Það hefur ávallt verið okkur afar mikilvægt að veita viðskiptavinum okkar vandaða og skjóta þjónustu. Þær fordæmalausu aðstæður sem nú eru uppi hafa þau áhrif að mikið álag er á þjónustudeildum okkar. Við gerum okkar allra besta til að svara fyrirspurnum samdægurs en vinsamlegast hafið í huga að svartími gæti orðið 1 – 2 virkir […]

Varist svikapósta

Fréttin var uppfærð 17. september 2020 Seinnipartinn í dag 16. september virðist hafa farið af stað ný vefveiða (e.phishing) árás. Sviksamlegir tölvupóstar hafa verið sendir í nafni Póstsins og móttakandinn er hvattur til að smella á hlekk þar sem komið er inn á falska greiðslusíðu í nafni Valitor. Meðal þeirra leiða sem reyndar eru við […]

Ábending vegna kortasvika

English version Wersja polska Undanfarnar vikur hafa óprúttnir aðilar reynt að nálgast korthafa með tölvupósti eða sms skilaboðum í nafni þekktra innlendra fyrirtækja og beðið korthafa um að senda persónu- og kortaupplýsingar vegna væntanlegrar endurgreiðslu inn á greiðslukort. Að því tilefni er rétt að ítreka að almenna reglan er að fyrirtæki og stofnanir biðja ekki […]

Skilmálar söluaðila hjá Valitor óbreyttir

Hvert mál skoðað sérstaklega

Vegna fjölda fyrirspurna um viðskiptaskilmála söluaðila í dag viljum við koma því á framfæri að þeir hafa ekki tekið neinum breytingum. Valitor hefur glímt við svipuð úrlausnarefni varðandi áhættustýringar gagnvart ferðaþjónustunni og aðrir færsluhirðar hér á landi og um allan heim reyndar. Við höfum kosið að vinna með þessum aðilum einstaklingsbundið og gætt meðalhófs í […]

Móttaka viðskiptavina takmörkuð

Veitum þjónustu í síma og í gegnum netið

Vegna þeirra aðstæðna sem nú eru komnar upp viljum hvetja viðskiptavini okkar að beina fyrirspurnum sem mest í gegnum síma eða tölvupóst. Móttaka viðskiptavina verður samt sem áður opin fyrir posaþjónustu. Það hefur ávallt verið okkur afar mikilvægt að veita viðskiptavinum okkar vandaða og skjóta þjónustu. Við gerum okkar besta til að svara öllum fyrirspurnum […]