Valitor logo

Sviksamlegir tölvupóstar hafa verið sendir í nafni Póstsins og móttakandinn er hvattur til að smella á hlekk þar sem komið er inn á falska greiðslusíðu í nafni Valitor. Við viljum ítreka fyrri viðvaranir og biðjum fólk að opna ekki hlekki sem fylgja skilaboðunum og gefa ekki upp undir neinum kringumstæðum korta- eða persónuupplýsingar. Mikilvægt er […]

Við mörkuðum okkur fjarvinnustefnu í fyrrahaust með það að markmiði að bjóða starfsfólki upp á sveigjanlegra starfsumhverfi í takt við breytta tíma. Stefnan er drifin áfram af gildum Valitor og á að tryggja að bæði starfsmenn og fyrirtækið í heild muni njóta góðs af. Mannauðsstjórinn okkar, Erla Sylvía var í viðtali við visir.is um innleiðingaferlið […]

Enn á ný viljum við vara korthafa við sviksamlegum SMS skilaboðum og  tölvupóstum  í nafni DHL og Póstsins.  Efni skilaboðanna er að pakki sé á leiðinni og að móttakandinn þurfi að greiða smágjald fyrir móttöku. Tengill fylgir á síðu þar sem viðkomandi á að færa inn kortaupplýsingar. Þær upplýsingar eru síðan misnotaðar og geta einstaklingar […]

Erla Sylvía Guðjónsdóttir hefur verið ráðin í starf mannauðsstjóra Valitor og ber hún ábyrgð á mannauðsmálum félagsins á alþjóðavísu. Erla Sylvía hefur starfað hjá Valitor frá árinu 2018 sem sérfræðingur á mannauðssviði Valitor. Frá 2014-2018 starfaði hún sem gæða- og mannauðsstjóri hjá Bílaumboðinu Öskju og frá 2009-2014 sem fjármálaráðgjafi hjá Umboðsmanni skuldara. Erla Sylvía er […]

Viðsnúningur á rekstri Valitor

Einfaldari rekstur býr til hagkvæmni – betri tímar framundan

Töluverður viðsnúningur varð á rekstri Valitor á síðasta ári en heildarafkoma félagsins batnaði um 8,5 milljarða á milli ára. Heildarafkoma félagsins á árinu 2020 var neikvæð um einn milljarð króna, samanborið við 9,5 milljarða árið 2019. Tap fyrir skatta og fjármagnsliði nam 1,4 milljarði króna, samanborið við 4,2 milljarða árið áður. Heildartekjur drógust saman um […]

Valitor og Ríkiskaup hafa skrifað undir samning um greiðslukortaþjónustu (færsluhirðingu) Valitor fyrir allar A-hluta ríkisstofnanir. Samningurinn nær einnig til allra greiðslulausna, hvort sem er posa eða veflausna til móttöku korta. Samningurinn er gerður að undangengnu útboði þar sem Valitor reyndist vera með hagstæðasta tilboðið. Samningurinn er til tveggja ára með möguleika á framlengingu til tveggja […]

Frjálsíþróttasamband Íslands og Valitor hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli. Valitor hefur undanfarna áratugi verið bakhjarl FRÍ og stutt dygglega við bakið á afreksfólki en í auknum mæli einnig við afreksefni framtíðarinnar. Stór verkefni eru framundan hjá FRÍ á þessu ári, en þar bera hæst Ólympíuleikarnir, Evrópubikarkeppni landsliða, Evrópumeistaramótum U23, U20 og U18 ásamt Heimsmeistaramóti […]

Við erum hér til að styðja við söluaðila

Hjá Valitor er lögð áhersla á að þróa öruggar lausnir sem mæta kröfum viðskiptavina - ein þeirra er ValitorPay.

Valitor kynnti nýja greiðslulausn í Fréttablaðinu fimmtudaginn 18. febrúar 2021. alitor er þessa dagana að kynna fyrir hugbúnaðarhúsum og viðskiptavinum nýja greiðslulausn sem heitir ValitorPay. „Þessi lausn ber þau einkenni að hún er þróuð af forriturum fyrir forritara og er því einfaldari í innleiðingu og viðhaldi en eldri lausnir,“ segir Sigurjón Ernir Kárason, vöruþróunarstjóri Valitor. […]

Reynir Bjarni Egilsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Útgáfulausna hjá Valitor. Á sama tíma sameinuðust deildirnar Útgáfulausnir og Útgáfuvinnsla undir nafni þeirrar fyrrgreindu. Útgáfulausnir sinna allri þjónustu, rekstri og hugbúnaðarþróun fyrir þær lausnir sem Valitor býður bönkum og sparisjóðum í tengslum við útgáfu greiðslukorta. Reynir Bjarni hefur langa reynslu af störfum á greiðslukortamarkaði og hefur […]

Falsfréttir sem tengjast fjárfestingasvikum hafa gengið á helstu samfélagsmiðlum, sérstaklega Facebook, undanfarna daga. Þar er m.a. látið sem þekktir Íslendingar segi frá því í viðtali hvernig þeir eiga að hafa hagnast á Bitcoin viðskiptum. Í framhaldinu eru lesendur hvattir til þess að leggja fé inn á ákveðna fjárfestingu með greiðslukortum sínum. Þessar falsfréttir hafa birst […]