Valitor logo

Frá og með 10. júní n.k. verður Valitor eini færsluhirðirinn sem getur boðið söluaðilum að móttaka American Express kort til viðbótar við Visa og Mastercard kort. Eftirspurn eftir færsluhirðingu á American Express kortum hefur aukist í takt við fjölgun erlendra ferðamanna frá Evrópu og Bandaríkjunum. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins sýna tölur Ferðamálastofu að um […]

Valitor varar við nýjum svikapóstum sem sendir hafa verið í nafni Valitor til almennings, nú síðast í dag Fólki er eindregið ráðlagt að opna ekki póstana, smella ekki á hlekkinn sem fylgir með og gefa ekki undir neinum kringumstæðum upp kortaupplýsingar. Best er að eyða póstinum strax. Hafi fólk brugðist við slíkum póstum er brýnt að hafa samband við þjónustuver Valitor. […]

ValitorPay og Greiðslusíða Valitor taka við af eldri lausnum

Mikilvæg tilkynning til söluaðila sem nota Greiðslugátt, Boðgreiðslur og Fyrirtækjagreiðslur

Vegna breyinga á Evrópulöggjöf um sterka auðkenningu/sannvottun er aðkallandi að söluaðilar sem nota greiðslulausnirnar Greiðslugátt, Boðgreiðslur og Fyrirtækjagreiðslur, skipti yfir í ValitorPay eða Greiðslusíðu Valitor eigi síðar en 1. maí 2022. Þessi yfirfærsla er nauðsynleg svo söluaðilar geti áfram tekið á móti greiðslum á netinu. Alþjóðlegu kortasamtökin hafa þróað svokallaðar 3D Secure lausnir sem uppfylla […]

Valitor vill benda kaupmönnum á að frá og með 10.júní n.k. félagið eini samstarfsaðili American Express á Íslandi, en Valitor hefur verið traustur samstarfsaðili American Express á Íslandi frá árinu 2019. Hjá Valitor er lögð mikil áhersla á framúrskarandi þjónustu og fjölbreytt framboð greiðslulausna, bæði posa- og netlausnir sem henta allskonar verslunum og þjónustu. Með […]

Nú er mögulegt að greiða með Apple Pay á nýuppfærðri Greiðslusíðu Valitor. Apple Pay einfaldar greiðsluferli korthafa til muna og minnkar þannig líkur á því að korthafi hætti við kaup á netinu, þegar ekki þarf lengur að slá inn kortaupplýsingar og auðkenniskóða. Ávinningur kaupmanna og korthafa af þessari nýju þjónustu Valitor er því umtalsverður í […]

Hagnaður af rekstri Valitor árið 2021

Hagræðingaraðgerðir skila sér í betri rekstri

Heildarafkoma Valitor nam um 353 milljónum króna á árinu 2021, samanborið við heildartap upp á um einn milljarð króna árið áður. Viðsnúningurinn á milli ára er því um 1,4 milljarðar króna. Þessi niðurstaða er í samræmi við væntingar stjórnenda og er þetta í fyrsta sinn frá árinu 2017 sem Valitor skilar hagnaði á ársgrundvelli. Unnið […]

Svikapóstar í nafni Valitor

Valitor varar við nýjum svikapóstum sem sendir hafa verið í nafni Valitor til almennings, nú síðast í dag

Fólki er eindregið ráðlagt að opna ekki póstana, smella ekki á hlekkinn sem fylgir með og gefa ekki undir neinum kringumstæðum upp kortaupplýsingar. Best er að eyða póstinum strax. Hafi fólk brugðist við slíkum póstum er brýnt að hafa samband við þjónustuver Valitor. Valitor biður aldrei um kortaupplýsingar í tölvupósti! Vert er að taka fram að Valitor hefur ekki orðið fyrir […]

UPPFÆRT Virkni greiðslukerfa varð eðlileg um kl 19.30 en truflana hafði gætt síðdegis í dag vegna umfangsmikillar netárásar sem Valitor og fleiri aðilar í greiðslumiðlun innanlands urðu fyrir fyrr dag. Allur búnaður Valitor er vaktaður og félagið bregst fljótt við öllum atvikum sem kunna að koma upp. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem truflanir […]

Tilkynning um breytingu á viðskiptaskilmálum söluaðila

Nýju skilmálarnir taka gildi 8. desember 2021

Valitor hf., kt. 500683-0589 („Valitor“) tilkynnir um breytingu á almennum viðskiptaskilmálum söluaðila. Nýju skilmálarnir taka gildi 8. desember 2021 og falla þá eldri skilmálar úr gildi. Viðskiptaskilmálar Valitor voru teknir til gagngerrar endurskoðunar með það að markmiði að gera skilmálana aðgengilegri og gagnsærri fyrir söluaðila og skýra frekar réttindi og skyldur aðila. Þá var leitast […]

Starfsfólk Valitor tekur nú þátt í umfangsmikilli heilsuáskorun. Hún hófst með fyrirlestri í byrjun október þar sem Lukka Pálsdóttir og Már Þórarinsson frá Greenfit fóru yfir mikilvægi þess að einstaklingar taki ábyrgð á eigin heilsu og næringu og minnki þannig líkur á heilsufarslegum vandamálum síðar meir. Í framhaldi af því hófst 60 daga áskorun þar […]