Valitor logo

Við erum hér til að styðja við söluaðila

Hjá Valitor er lögð áhersla á að þróa öruggar lausnir sem mæta kröfum viðskiptavina - ein þeirra er ValitorPay.

Valitor kynnti nýja greiðslulausn í Fréttablaðinu fimmtudaginn 18. febrúar 2021. alitor er þessa dagana að kynna fyrir hugbúnaðarhúsum og viðskiptavinum nýja greiðslulausn sem heitir ValitorPay. „Þessi lausn ber þau einkenni að hún er þróuð af forriturum fyrir forritara og er því einfaldari í innleiðingu og viðhaldi en eldri lausnir,“ segir Sigurjón Ernir Kárason, vöruþróunarstjóri Valitor. […]

Reynir Bjarni Egilsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Útgáfulausna hjá Valitor. Á sama tíma sameinuðust deildirnar Útgáfulausnir og Útgáfuvinnsla undir nafni þeirrar fyrrgreindu. Útgáfulausnir sinna allri þjónustu, rekstri og hugbúnaðarþróun fyrir þær lausnir sem Valitor býður bönkum og sparisjóðum í tengslum við útgáfu greiðslukorta. Reynir Bjarni hefur langa reynslu af störfum á greiðslukortamarkaði og hefur […]

Falsfréttir sem tengjast fjárfestingasvikum hafa gengið á helstu samfélagsmiðlum, sérstaklega Facebook, undanfarna daga. Þar er m.a. látið sem þekktir Íslendingar segi frá því í viðtali hvernig þeir eiga að hafa hagnast á Bitcoin viðskiptum. Í framhaldinu eru lesendur hvattir til þess að leggja fé inn á ákveðna fjárfestingu með greiðslukortum sínum. Þessar falsfréttir hafa birst […]

Valitor kynnir til leiks nýtt greiðslutæki sem er svo mikið meira en bara posi. PAX A920 er fyrsta tækið sem í boði verður fyrir söluaðila Valitor. Það sem skilur að PAX tækin og hin hefðbundna posa frá Verifone eða Ingenico eru tækifærin – en allir PAX posar keyra á Android stýrikerfi. Með PAX geta söluaðilar […]

Handknattleikssamband Íslands og Valitor hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli en Valitor hefur undanfarna áratugi verið bakhjarl HSÍ. Samingurinn felur meðal annars í sér stuðning fyrirtækisins við kvenna- og karlalandslið sambandsins sem og grasrótarstarfsemi HSÍ á Íslandi, með það fyrir augum að efla afreksfólk framtíðarinnar hjá HSÍ. Vörumerki Valitor verður áfram áberandi á keppnistreyjum landsliða […]

Vörum við kortasvikum

Korthafar blekktir til að staðfesta kort í Apple Pay eða gefa upp SMS öryggiskóða

Sviksamlegir tölvupóstar hafa verið sendir í nafni þekktra fyrirtækja undanfarna daga. Við höfum m.a. dæmi um pósta í nafni DHL og Póstsins, enda eiga margir von á sendingu þessa dagana. Uppfært 9. desember 2020 Dæmi eru um að í tölvupósti sé fólki sagt að sending bíði þeirra og að það þurfi að smella á hlekk […]

Valitor hefur markað sér fjarvinnustefnu og býður nú starfsfólki sínu hér á Íslandi og í Bretlandi að vinna heiman frá að hluta eins samræmist eðli starfa og verkefna.  Í kjölfar reynslu af fjar­vinnu á fyrri hluta ársins var gerð könnun meðal starfsfólks. Niðurstöðurnar voru  jákvæðar og endurspegla áhuga starfsfólks á þeim kostum sem fjarvinna hefur […]

Varist svik á netinu

Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú gefur upp kortaupplýsingar

Nú fara í hönd annasamir verslunardagar á netinu, margir eru að panta vörur og fá sendar heim. Þar sem mörg svikamál undanfarið hafa tengst sendingum og vefverslun viljum við ítreka viðvaranir til korthafa. Ef þú ert að versla á netinu og átt von á sendingu, hafðu þá augun opin og kannaðu eftirfarandi vel: Ertu sannarlega […]

Valitor hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2020 á ráðstefnunni, Jafnrétti er ákvörðun, fram fór í beinni útsendingu á RÚV.is 12. nóvember sl. Félag kvenna í atvinnulífinu, ásamt samstarfsaðilum úr forsætisráðuneytinu og viðskiptalífinu standa að hreyfiaflsverkefninu Jafnvægisvogin. Viðurkenningarnar voru veittar hópi aðila sem höfðu náð markmiðum og undirritað viljayfirlýsingu um að vinna að því að jafna hlutfall karla […]

Uppfært kl. 16.30 Staðfestingar á greiðslum í gegnum greiðslusíðu Valitor eru nú farnar að skila sér til söluaðila innan örfárra mínútna eftir að greiðsla/pöntun hefur farið fram. Starfsfólk er enn á vaktinni til að tryggja að svo verði áfram. Tilkynning kl 11.30: Því miður er töf á því að Valitor nái að senda svar á […]