Valitor logo

Valitor býður upp á Innlestur bókhaldsgagna

Innlestur bókhaldsgagna er ný vefþjónusta sem Valitor býður söluaðilum sínum upp á. Vefþjónustan les færslur frá Sögu, þjónustuvef Valitor, yfir í bókhaldskerfi Navision og DK. Vefþjónustan gerir þér sem notanda kleift að sækja allar kortafærslur og uppgjör frá Valitor fyrir þitt fyrirtæki. Með því að nota Innlestur bókhaldsgagna geturðu valið á milli að sjá debet eða kredit uppgjör auk fjölda annarra möguleika sem völ er á en vefþjónustan býður upp á  að geta stýrt Innlestri bókhaldsagagna á fyrirfram skilgreinda bókhaldslykla og bókað strax í kjölfarið.

Áður en bókhaldstengingin er sett upp þarf notandinn að virkja aðganginn sinn í Sögu, Þjónustuvef Valitor. Allir virkir samningar sem söluaðili er með hjá Valitor eru aðgengilegir fyrir vefþjónustuna en velja þarf úr hvaða samning á að færa færslur yfir í bókhaldskerfið og hvaða deild hann bókast á í samvinnu við þjónustuaðila viðkomandi bókhaldskerfis.

Mikill tímasparnaður er fólgin í því að nýta sér Innlestur bókhaldsgagna auk þæginda í starfi. Með því að tengja saman bókhaldskerfi og innlestur gagna er hægt að að nýta gögn úr þjónustuvefnum Sögu án þess að skrá sig þar inn og hafa þannig yfirsýn með færslum og uppgjörum með því að nota  vefþjónustuna.

Hvernig nálgast söluaðilar Innlestur bókhaldsgagna?

Söluaðili þarf að vita hver þjónustuaðili bókhaldskerfisins er t.d. Origo, Advania, Rue Du Net eða DK. Því næst er óskað eftir vefþjónustutengingu við Valitor ef hún er ekki til staðar. Valitor úthlutar aðgangsupplýsingum, notandanafni og lykilorði. Að lokum er óskað eftir við þjónustuaðila að fá veftengingu fyrir innlestur bókhaldsgagna uppsetta.

*Kanna þarf hjá hverjum þjónustuaðila fyrir sig hvort kostnaður fylgi uppsetningu. Enginn viðbótarkostnaður hjá Valitor fylgir uppsetningu og notkun á Veftengingu bókhaldsgagna.