Valitor logo

Nýr þjónustuvefur Valitor

Saga nýr þjónustuvefur Valitor

Nýr og endurbættur þjónustuvefur Valitor, Saga, hefur nú verið tekinn í notkun hjá mörgum söluaðilum. Saga tekur alfarið við af eldri Þjónustuvef á næstu mánuðum. Söluðaðilar geta nýtt sér nýjan þjónustuvef enn betur í tengslum við afstemmingar á rekstri sínum. Saga býður notendum upp á mun meiri hraða í gagnabirtingu auk fjölda annarra nytsamlega nýjunga.

Helstu eiginleikar Sögu eru að hægt er leita að færslum eftir kaupdegi, upphæð eða kortnúmeri auk þess sem tímasetningar færslna eru birtar. Hægt er að skoða ákveðnar tegundir færslna svo sem endurgreiðslur eða bakfærslur. Afgreiðsla og vinnsla frávika/endurkröfumála fer fram í Sögu þar sem söluaðilar geta skilað gögnum til Valitor með því að hlaða þeim rafrænt inn í Sögu. Viðskiptayfirlit eru aðgengileg í rafrænum skjölum í Sögu. Notendur Sögu geta haft aðgang að fleiri en einni kennitölu á sama aðgangi og eru það aukin þægindi fyrir söluaðila. Stjórnborð sýnir tölfræði færslna og veltu yfir tímabil ásamt öðrum gagnlegum upplýsingum. Valmyndin með öllum aðgerðum eru alltaf til staðar og er hún því alltaf við höndina.

Saga gagnast bókurum og fjármálastjórum í smærri fyrirtækjum einkar vel. Auðvelt og fljótlegt er að sækja gögn úr Sögu og flytja yfir í Excel eða CSV. Hægt er að sjá öll gjöld  eins og  færslugjöld og þjónustugjöld sem tilheyra hverri færslu. Sjálfvirkur yfirlestur bókhaldsgagna er mikil bylting fyrir þá sem starfa við afstemmingar innan fyrirtækja og er mikill tímasparnaður fólginn í þeim. Valitor býður upp á vefþjónustu sem les gögnin beint yfir í bókhaldskerfin Dynamics NAV og DK.

Við erum stolt af nýjum og endurbættum þjónustuvef okkar, höfum jafnframt fengið jákvæð viðbrögð frá notendum og hlökkum til að kynna hann enn frekar á komandi misserum.

Hægt er að kynna sér Sögu nánar á heimasíðu okkar og í nýju kynningarmyndbandi.