Valitor logo

Ávinningurinn af því að nota snertilausar greiðslur

Blogg

Árið 2007 komu snertilausar greiðslur fyrst til sögunnar og hafa vinsældir þeirra hjá neytendum aukist síðustu ár.

Snertilaus greiðsla fer þannig fram að þú setur kortið eða snjalltækið upp að posanum. Í posanum er skanni sem les kortið eða snjalltækið sem samþykkir greiðslu. Í dag eru margir kostir við að greiða fyrir vöru eða þjónustu með snertilausum hætti og því nýtur greiðslumátinn mikilla vinsælda hjá neytendum.

En hver er ávinningurinn af því að greiða með snertilausum hætti?

  1. Snertilausar greiðslur spara tíma

Snertilausar greiðslur er fljótleg leið til að greiða fyrir vöru og þjónustu. Einungis þarf að leggja kortið eða snjalltækið upp að posanum í nokkrar sekúndur til að greiða. Það hafa ekki allir þolinmæði til að bíða við afgreiðslukassann en snertilausar greiðslur hafa svo sannarlega liðkað fyrir og dregið úr biðtíma viðskiptavina.

  1. Þú getur valið um marga greiðslumáta

Hægt er að greiða snertilaust á margvíslegan máta. Hægt er að greiða með fjölda snjalltækja sem auka þægindi viðskiptavina. Til dæmis er hægt að nota snjallsíma, snjallúr eða spjaldtölvu til að greiða með snertilausum hætti auk þess er alltaf hægt að notast snertilaust kort.

  1. Það er öruggt!

Það er öruggt að nota snertilaus kort. Snertilaus greiðslukort uppfylla sömu öryggisstaðla eins og önnur kort. Ákveðin takmörk eru á fjölda skipta sem þú getur notað snertilausar greiðslur en það fyrirkomulag eykur öryggið enn frekar. Af og til eru neytendur beðnir um að slá inn pinnið og staðfesta viðskipti til að auka vernd gegn svikum.

Snjalltækin eru orðin stór þáttur í greiðsluhegðun neytenda og eru öpp á borð við Apple Pay auk fjölda annarra að bjóða upp á snertilausar greiðslur fyrir vöru og þjónustu. Það sem snjalltækin hafa umfram greiðslukortin er að það er ekkert þak á upphæð færslunnar og eru allar færslur auðkenndar.