Frétt

07.12.2016|

Valitor styrkir Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar

Stjórn Valitor ákvað á síðasta fundi að veita Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar eina milljón króna í styrk til að aðstoða efnalitlar fjölskyldur. 

Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor veitti styrkinn, þetta er í þriðja skiptið sem Valitor styrkir nefndina.

Mæðrastyrksnefndin á allt undir styrkjum fyrirtækja og einstaklinga og nýtist fjárhæðin til þess að kaupa inneignarkort í matvöruverslunum sem úthlutað verður fyrir jólin en um 200 fjölskyldur fá styrk frá nefndinni í ár.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á myndinni eru frá vinstri: Jónína Ingvadóttir, Sigrún Harpa Guðnadóttir og Viðar Þorkelsson frá Valitor. Njóla Elísdóttir, Kristjana Ósk Jónsdóttir, Sigrún Oddsdóttir, Elísabet María Garðarsdóttir og Ásta Lunddal Friðriksdóttir frá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Á myndina vantar Stefaníu Hjartardóttur varaformann nefndarinnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sigrún Oddsdóttir, ritari Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar setur gjafir í gjafapoka.

Til baka