Kortalán

Hagstæðar afborganir

Korthafi getur nýtt sér Kortalán (áður Raðgreiðslur) til greiðsluskiptingar í 3 til 36 mánuði vegna stærri innkaupa. Kortalán gera söluaðilum kleift að bjóða korthöfum ódýra, einfalda og örugga greiðsludreifingu á vörum og þjónustu.

Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa.

Útreikningur á afborgun

Skv. neytendalögum er söluaðila skylt að sýna kaupanda greiðsluáætlun sem sýnir áætlaðar mánaðarlegar greiðslur, þ.e. afborgun ásamt vöxtum og kostnaði. Jafnframt þarf kaupandi að undirrita áætlunina til að staðfesta að hann hafi séð útreikninginn.

Kortalánareiknir

Nú getur þú á einfaldan hátt fengið greiðsluáætlun áður en þú kaupir á Kortalánum.