Greiðsluleiðir

Valitor býður uppá móttöku á VISA, MasterCard, Electron og Maestro sem eru helstu kortin á markaðnum í dag. Þú byrjar á því að sækja um samstarfssamning hér eða með því að hringja til okkar í síma 525 2000 og við munum leiða þig í gegnum ferlið.

Búnaður

Þú þarft að ákveða hvaða búnaður hentar fyrirtæki þínu best: Posi, kassakerfi, veflausnir. Valitor státar af framúrskarandi framboði og þjónustu við posabúnað. Þjónustan við kassakerfi er í höndum Point eða Handpoint en við hjá Valitor getum séð um öll samskipti fyrir þig.