Uppgjörsleiðir

Valitor býður söluaðilum sem hafa verið með samfellda veltu í 3 mánuði eða lengur upp á þrjár mismunandi uppgjörsleiðir, allt eftir þörfum hvers og eins. 

Mánaðarlegt uppgjör

  • Færslur greiddar til söluaðila annan virka dag næsta mánaðar eftir að uppgjörstímabili lýkur.

Daglegt uppgjör

Daglegt uppgjör er hentugur kostur fyrir söluaðila sem kjósa aukið greiðsluflæði og styttri bindingu fjármagns í kreditkortaveltu. Það eru þrjár mismunandi leiðir í boði fyrir söluaðila.

  • Færslur greiddar söluaðila daglega, daginn eftir að þær berast til Valitor. Helgarvelta er greidd út á þriðjudegi.
  • Hugsanlega gæti komið til seinkunar á greiðslu hjá söluaðilum sem selja vöru eða þjónustu fram í tímann.

Vikulegt uppgjör

Vikulegt uppgjör er leið sem hentar þeim sem vilja fara milliveginn og fá kreditkortaveltu greidda út einu sinni í viku.

  • Færslur greiddar til söluaðila vikulega, 7 síðustu dagar greiddir út.

Hringdu í síma 525-2080 eða sendu okkur póst á fyrirt@valitor.is til að fá nánari upplýsingar um uppgjörsleiðir sem henta þér.